fös 16. júlí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sá venjulegi spáir í 13. umferð Pepsi Max
Mynd: Úr myndasafni
Arnar opnar rauðvín.
Arnar opnar rauðvín.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óskar Már Alfreðsson hjá Domusnova, El Normale eða Sá venjulegi, er spámaður 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Benedikt Bóas Hinriksson var í fínum gír sem síðasti spámaður og var með fjóra rétta. Óskar hyggst gera enn betur og ná inn fullu húsi í þessari umferð.

ÍA 0 - 6 Valur (laugardag kl. 16)
Valur tekur létta æfingu. Guðmundur Andri verður með þrennu - Jói Kalli látinn fara eftir leik og Siggi Jóns mætir á svæðið.

KA 1 - 1 HK (sunnudag kl. 16)
Dalvíkurvöllur skilar KA stigi. Stálmúsin jafnar á 90. mín fyrir KA.

KR 3 - 0 Breiðablik (sunnudag kl. 19:15)
Walk in the Park hjá KR-ingum, nafni með þrennu!

FH 1 - 0 Fylkir (sunnudag kl. 19:15)
Rosalegur leikur í botnbaráttunni sem FH vinnur 1-0. Guðmann skorar með skalla og fær svo rautt spjald seint í leiknum.

Leiknir 2 - 0 Stjarnan (mánudag kl. 19:15)
2-0 sigur Leiknis á Domusnova vellinum. Binni Hlö og Manga skora þetta gæti samt endað stærra ef Sævar Atli kemur sér í gang :)

Keflavík 0 - 3 Víkingur (mánudag kl. 19:15)
Kóngurinn Siggi Sighvats mætir með fulla rútu af stuðningsmönnum til Sunny Kef og sækir þrjú stig! Auðveldur sigur hjá Vikes. Kári Árna skorar eitt mark og Nikolaj Andreas Hansen skorar tvö. Arnar Gunnlákssen opnar Gambino rauðvín í rútunni og fagnar vel með stuðningsmönnum.

Fyrri spámenn:
Albert Hafsteins - 4 réttir
Benedikt Bóas - 4 réttir
Binni Willums - 4 réttir
Andri Geir - 3 réttir
Böddi löpp - 3 réttir
Óðinn Svan - 3 réttir
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Kjartan Atli - 2 réttir
Einar Orri - 2 réttir
Matthías Orri - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner