Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. júlí 2021 21:33
Victor Pálsson
Sancho biðst afsökunar á vítaspyrnunni - Versta tilfinning ferilsins
Mynd: EPA
Jadon Sancho hefur beðist afsökunar á vítaspyrnunni sem hann tók á sunnudaginn í úrslitaleik EM.

Sancho fékk að taka eina af vítaspyrnum Englands í úrslitaleik mótsins en Ítalir höfðu betur að lokum. Sancho klikkaði á sinni spyrnu líkt og Bukayo Saka og Marcus Rashford.

Sancho segir að hann hafi aldrei upplifað eins slæma tilfinningu á ferlinum en hann er enn aðeins 21 árs gamall og fékk mikla ábyrgð á sínar herðar.

„Ég hef fengið nokkra daga til að hugsa um úrslitaleikinn á sunnudag og tilfinningarnar eru enn blendnar," sagði Sancho.

„Ég vil biðja alla liðsfélaga mína, starfsfólkið og mest af öllu stuðningsmennina afsökunar, þeim sem ég brást. Þetta er lang versta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum."

„Það er erfitt að koma þessu í orð en það voru svo mörg jákvæð augnablik í þessu móti sem við getum tekið með okkur. Tapið mun þó sitja í manni í langan tíma."

Sancho mun leika í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann hefur samið við Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner