Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. júlí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fara fram undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Þróttur mætir FH á heimavelli í fyrri leiknum og Breiðablik mætir Val í seinni leiknum.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 18:00 og sá seinni klukkan 20:15.

Fréttaritari Fótbolta.net spurði Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttar, út í leikinn gegn FH í viðtali eftir sigur gegn Tindastóli síðasta sunnudag.

Fréttaritari kom inn á að leikurinn í kvöld væri mögulega stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki. Hvernig líst Nik á verkefnið?

„Eins og þú segir þetta er stærsti leikur í sögu félagsins í kvennaflokki og þetta verður erfitt. FH er mjög gott lið, býr yfir mikilli orku og krafti þannig að þetta verður alls ekki auðvelt," sagði Nik.

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ræddi um leikinn við Fótbolta.net eftir að dregið var í undanúrslitin í júní.

„Mér líst mjög vel á dráttinn. Alltaf gaman að mæta Þrótturum, leikir þessara liða hafa verið mjög jafnir og spennandi síðustu ár. Ég á von á hörkuleik."

Verandi í Lengjudeildinni, lítið þið á þetta sem stórt afek að ná þetta langt?

„Afrek og ekki afek. Auðvitað er þetta ákveðið afrek að fara þetta langt. Að einhverju leyti en við horfum á þetta sem einn leik í einu og okkur er alveg sama hver andstæðingurinn er. Við höldum okkar plani og mætum grimmar til leiks."

Var þetta draumadráttur fyrirfram?

„Ég hefði auðvitað vilja fá heimaleik, það var það sem ég óskaði eftir en fékk það ekki. Þetta er þá bara það næstbesta, þetta er skemmtilegt líka upp á sjarmann í bikarkeppninni. Þetta þýðir það að það verður eitt sigurstranglegt lið sem fer í úrslitaleikinn og eitt 'underdogs'. Þetta er held ég bara draumadráttur hvað það varðar," sagði Guðni.

Þróttur er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og FH er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner