Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júlí 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Hnífjafnt á toppnum
Hilmar Þór Kárason í leik með ÍR árið 2017
Hilmar Þór Kárason í leik með ÍR árið 2017
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tólfta umferð þriðju deildarinnar kláraðist í dag með þremur leikjum.

Sindri fékk Víði í heimsókn í leik þar sem sigurvegarinn gat jafnað við KFG á toppi deildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en Jóhann Þór Arnarsson tryggði Víðismönnum 1-0 sigurinn með marki þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum.

Víðir er því í 2. sæti með jafn mörg stig og KFG sem er á toppnum. Liðin eru með sama markamun en KFG er á toppnum þar sem liðið hefur skorað einu marki meira en Víðir.

Kormákur/Hvot fékk ÍH í heimsókn. Hilmar Þór Kárason kom heimamönnum yfir strax eftir 5 míntúna leik. Stuttu síðar urðu ÍH menn einum færri þegar Róbert Andri Árnason lét reka sig af velli.

Hilmar Þór skoraði svo sitt annað mark á 25. mínútu. Á þeirri þrítugustu fékk Arnar Sigþórsson gult spjald og þremur mínútum síðar rautt og ÍH orðnir tveimur færri. Tveimur fleiri létu þó Kormáks/Hvatar menn aðeins tvö mörk nægja og 4-0 sigur staðreynd.

Þá vann KFS 2-1 sigur á Kára.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit og markaskorara dagsins

Sindri 0 - 1 Víðir
0-1 Jóhann Þór Arnarsson ('64 )

KFS 2 - 1 Kári
1-0 Tómas Bent Magnússon ('65 )
2-0 Ásgeir Elíasson ('71 )
2-1 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('84 )

Kormákur/Hvöt 4 - 0 ÍH
1-0 Hilmar Þór Kárason ('5 )
2-0 Hilmar Þór Kárason ('25 )
3-0 Aliu Djalo ('58 )
4-0 Kristinn Bjarni Andrason ('70 )



Athugasemdir
banner
banner
banner