Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júlí 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: 26 mörk í fjórum leikjum - Tvær þrennur
Eiríkur Þór Bjarkason í leik árið 2017
Eiríkur Þór Bjarkason í leik árið 2017
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fjórir leikir fóru fram í fjórðu deildinni í dag. Í A-riðli voru skoruð þrettán mörk í tveimur leikjum.

Á Ólafsfirði mættust Reynir Hellissandi og Árbær. Liðin berjast á sitthvorum enda töflunnar. Árbær í 2. sæti og Reynir á botninum án stiga.

Árbær komst í 3-0 áður en Reynismenn minnkuðu muninn. Árbæingar tóku þá upp þráðinn aftur og skoruðu þrjú til viðbótar og sigrðuðu 6-1.

Hörður Ísafirði fékk Hvíta Riddarann í heimsókn. Þar var svipað uppá teningnum, Hvíti Riddarinn á toppi deildarinnar en Hörður í þriðja neðsta sæti.

Eiríkur Þór Bjarkason skoraði þrennu í 5-1 sigri Hvíta Riddarans.

Í B-riðli vann Tindastóll útisigur á Úlfunum 3-2 og í E-riðli völtuðu Hamrarnir yfir Mána á Akureyri 8-0 þar sem Breki Hólm Baldursson skoraði þrennu.

4. deild karla - A-riðill

Reynir H 1 - 6 Árbær
0-1 Ævar Daði Stefánsson ('1 )
0-2 Nemanja Lekanic ('37 , Mark úr víti)
0-3 Gylfi Tryggvason ('53 )
1-3 Brynjar Kristmundsson ('54 )
1-4 Eyþór Ólafsson ('58 )
1-5 Sæmundur Sven A Schepsky ('81 )
1-6 Valdimar Örn Emilsson ('90 )

Hörður Í. 1 - 5 Hvíti riddarinn
0-1 Björgvin Heiðar Stefánsson ('18 )
0-2 Eiríkur Þór Bjarkason ('39 )
1-2 Sigurður Arnar Hannesson ('42 , Mark úr víti)
1-3 Eiríkur Þór Bjarkason ('56 )
1-4 Eiríkur Þór Bjarkason ('59 )
1-5 Eiður Andri Thorarensen ('73 )

Rautt spjald: Jóhann Samuel Rendall , Hörður Í. ('79)

4. deild karla - B-riðill

Úlfarnir 2 - 3 Tindastóll
1-0 Halldór Bjarki Brynjarsson ('16 )
1-1 Anton Örth ('18 )
1-2 Jónas Aron Ólafsson ('32 )
2-2 Jökull Steinn Ólafsson ('55 , Mark úr víti)
2-3 Konráð Freyr Sigurðsson ('75 , Mark úr víti)

4. deild karla - E-riðill

Hamrarnir 8 - 0 Máni
1-0 Breki Hólm Baldursson ('1 )
2-0 Stígur Aðalsteinsson ('6 , Sjálfsmark)
3-0 Garðar Gísli Þórisson ('9 )
4-0 Einar Ingvarsson ('20 )
5-0 Breki Hólm Baldursson ('36 )
6-0 Einar Ingvarsson ('69 )
7-0 Birgir Valur Ágústsson ('80 )
8-0 Breki Hólm Baldursson ('87 )



Athugasemdir
banner
banner
banner