Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 16. júlí 2025 21:18
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Lengjudeildin
Arnar Grétarsson skrifaði undir samning út tímabilið.
Arnar Grétarsson skrifaði undir samning út tímabilið.
Mynd: Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það býr klárlega meira í þessum hóp en þeir hafa verið að sýna," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við FylkirTV en viðtalið má sjá hér að ofan.

Arnar var staðfestur í kvöld sem nýr þjálfari Fylkis en hann tekur við af Árna Guðnasyni. Árbæjarliðið er aðeins einu stigi frá fallsæti en fyrir tímabilið var því spáð sigri í Lengjudeildinni.

„Eigum við ekki að segja að þetta sé spennandi verkefni? Þetta er alltof gott lið til að vera á þessum stað. Það er mikið af flottum leikmönnum hérna, ég spilaði gegn Fylki í fyrra. Ég hef horft hýru auga til Árbæjarins vegna aðstæðna og vellinum. Þegar þetta tækifæri kom upp fannst mér þetta einfalt."

„Þetta er lið sem á að vera að keppa um að fara upp. Fylkir er í erfiðum málum, það eru einhverjir tíu leikir eftir og markmiðið er að horfa á einn leik í einu og reyna að ná í einhver stig á föstudaginn."

Arnar skrifaði undir samning út tímabilið og stýrir Fylki í fyrsta sinn á föstudag, þegar liðið fær Njarðvík í heimsókn. Glugginn er að opna og Arnar segir að það verði skoðað hvort styrkja þurfi hópinn.

„Maður er nýtekinn við, aðragandinn er mjög stuttur. Við komum til með að skoða stöðuna á hópnum og við þurfum að skoða hvað er hægt að gera, hverju við þurfum á að halda. Fyrsta verkefni er að hugsa um leikinn á föstudag og svo í framhaldi af því förum við að skoða aðra hluti."

Allt viðtalið má sjá í heild hér að ofan en þar ræðir Arnar meðal annars um sínar áherslur og feril
Athugasemdir