Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. ágúst 2018 15:42
Magnús Már Einarsson
15 ár síðan Hunt dekkaði Ronaldo - Mismunandi ferlar
Nicky Hunt tæklar Gabriel Heinze í leik gegn Manchester United á sínum tíma.
Nicky Hunt tæklar Gabriel Heinze í leik gegn Manchester United á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Í dag eru nákvæmlega 15 ár síðan Cristiano Ronaldo spilaði sinn fyrsta leik með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. 18 ára Ronaldo kom þá inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Bolton á Old Trafford.

Ronaldo spilaði á vinstri kantinum í leiknum en hægri bakvörður Bolton þar var Nicky Hunt sem var þá 19 ára gamall.

Í skemmtilegri grein Daily Mail í dag er ferill Ronaldo og Hunt borinn saman.

19 dögum eftir að Juventus keypti Ronaldo á tæpar 100 milljónir punda í sumar skipti hinn 34 ára gamli Hunt líka um félag. Hunt samdi við Crewe Alexandra í ensku D-deildinni eftir að hafa spilað með Notts County á síðasta tímabili.

Hunt lék á sínum tíma yfir 100 leiki með Bolton en staða hans hjá félaginu versnaði mikið eftir að Grétar Rafn Steinsson kom frá AZ Alkmaar árið 2008.

Í kjölfarið fór Hunt til Birmingham og Derby á láni áður en hann yfirgaf Bolton. Á meðan Ronaldo hefur slegið markamet og krækt í titla hefur Hunt flakkað í neðri deildunum á Englandi og spilað með Bristol City, Preston, Rotherham, Accrington Stanley, Mansfield, Leyton Orient, Notts County og nú síðast Crewe.

Smelltu hér til að lesa grein Daily Mail
Athugasemdir
banner
banner
banner