fim 16. ágúst 2018 23:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir í góðum málum - Spennan mikil í C-riðli
Magnús Otti gerði sigurmark Ýmis.
Magnús Otti gerði sigurmark Ýmis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mídas sigraði Úlfanna dramatískt.
Mídas sigraði Úlfanna dramatískt.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Álafoss hafði betur gegn Afríku.
Álafoss hafði betur gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Það voru fjórir leikir í 4. deild karla í dag en það fer að styttast í annan endann á riðlakeppninni. Hin mjög svo skemmtilega úrslitakeppni tekur þá við.

Þrjú lið komast upp úr 4. deild í ár þar sem verið er að fjölga liðum í 3. deildinni.

A-riðill:
Ýmir er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir sigur gegn Hamar í Hveragerði í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en Magnús Otti Benediktsson gerði sigurmark Ýmis í upphafi seinni hálfleiks. Ýmir er á toppi riðilsins með 28 stig og virðist ætla að komast áfram. Hamar, undir stjórn Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsþjálfara karla, á ekki lengur möguleika eftir tapið í dag. Atli var ekki á leikskýrslu sem þjálfari Hamars í kvöld. Baráttan er einnig á milli Snæfells og Berserkja.

Hamar 1 - 2 Ýmir
0-1 Davíð Örn Jensson ('27)
1-1 Oskar Dagur Eyjólfsson ('40)
1-2 Magnús Otti Benediktsson ('55)
Rautt spjald: Davíð Magnússon, Ýmir ('90)

B-riðill:
Mídas hafði betur gegn Úlfunum. Mídas komst 2-0 yfir en glutraði forskotinu niður og jöfnuðu Úlfarnir í 2-2. Mídas gerði hins vegar sigurmarkið á 89. mínútu. Hvorugt liðið á möguleika á að komast áfram, Mídas er í fimmta sæti með 16 stig og Úlfarnir eru í neðsta sæti með fimm stig. Reynir Sandgerði er búið að vinna þennan riðil, en Skallagrímur og Elliði berjast um annað sætið.

Mídas 3 - 2 Úlfarnir
1-0 Sigurður Ólafur Kjartansson ('16)
2-0 Sigurður Ólafur Kjartansson ('56)
2-1 Gunnar Axel Böðvarsson ('66)
2-2 Steinar Haraldsson ('69)
3-2 Sigurður Bjarni Jónsson ('89)

C-riðill:
Í C-riðli voru tveir leikir. Kóngarnir og Ísbjörninn gerðu jafntefli, 1-1, en liðin eru í tveimur af neðstu sætum riðilsins. Kóngarnir eru með fimm stig, en Ísbjörninn hefur sex stig. Í hinum leik kvöldsins í þessum riðli sigraði Álafoss, Afríku örugglega, 5-0. Álafoss er í fimmta sæti en Afríka er í sjöunda sæti. Ísbjörninn er í sjötta sæti og Kóngarnir eru í neðsta sæti.

Baráttan er á toppi riðilsins er gríðarlega hörð og eiga fjögur lið möguleika að komast áfram með tvo leiki eftir. Þau lið eru: Álftanes, KFS, Árborg og GG.

Ísbjörninn 1 - 1 Kóngarnir
Markaskorara vantar

Afríka 0 - 5 Álafoss
0-1 Arnar Már Kristinsson ('28)
0-2 Orri Eyþórsson ('67)
0-3 Orri Eyþórsson ('70)
0-4 Grétar Óskarsson ('73, víti)
0-5 Ægir Örn Snorrason ('78)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner