Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. ágúst 2018 18:03
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið Vals og Sheriff: Funheitur Pedersen á toppnum
Patrick Pedersen er á sínum stað í byrjunarliðinu
Patrick Pedersen er á sínum stað í byrjunarliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:00 hefst leikur Vals og Sheriff Tiraspol frá Moldavíu á Origo-vellinum í Forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er síðari viðureign liðanna en Moldóvarnir leiða einvígið 1-0.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarliðin eru klár og er lítið sem að kemur á óvart í uppstillingu Íslandsmeistaranna. Patrick Pedersen, sem að skoraði þrennu gegn Grindavík á mánudaginn síðasta, leiðir línu Valsmanna með Andra Adolphs og Dion Acoff sér við hlið.

Hjá gestunum byrjar Alhaji Kamara en hann er markahæstur í efstu deildinni í Moldavíu. Þar að auki er Ziguy Badibanga, sem að skoraði sigurmarkið í fyrri viðureign liðanna, í byrjunarliði Sheriff. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Vals:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Starke Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Kristinn Freyr Sigurðsson

Byrjunarlið Sheriff:
33. Serghei Pasceno (m)
7. Gerson Rodrigues
15. Cristiano
18. Gheorghe Anton
32. Evgheni Oancea
35. Ante Kulusic
39. Ziguy Badibanga
45. Alhaji Kamara
55. Mateo Susic
77. Yury Kendysh
90. Veaceslav Posmac


Athugasemdir
banner
banner