Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Grátleg útkoma fyrir Valsmenn
Valsmenn rétt misstu af sæti í næstu umferð.
Valsmenn rétt misstu af sæti í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 1 Sheriff
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('40 )
1-1 Ziguy Badibanga ('69 )
2-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir sigur gegn Sheriff frá Moldavíu í dag.

Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir á 40. mínútu og leiddu Valsmenn eftir fyrri hálfleikinn.

Sheriff jafnaði með glæsilegu marki á 69. mínútu og þá varð brekkan brött fyrir Val, þeir þurftu tvö mörk vegna þess að þarna hafði Sheriff náð inn útivallarmarki.

Komust mjög nálægt því
Valur þurfti tvö mörk á síðustu 20 mínútunum en þeir komust gífurlega nálægt því. Varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson jafnaði á 90. mínútu og í næstu sókn gerðist þetta:

„Eiður Aron er hér í dauðafæri en Sheriff bjargar á línu. Í kjölfar næstu hornspyrnu nær Birkir Már skalla í slánna og svo ver Pasceno vel frá Birki sem náði frákastinu. Þetta var ótrúlegt," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Hrikalega svekkjandi fyrir Val. Sheriff mætir Hannesi Þór Halldórssyni og félögum í Qarabag í næstu umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Valur getur einbeitt sér að Pepsi-deildinni þar sem liðið er í titilbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner