Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Erfitt fyrir Burnley
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Undankeppni Evrópudeildarinnar er í fullu fjöri og eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá í dag og í kvöld.

Það eru níu knattspyrnufélög frá Norðurlöndunum sem mæta til leiks í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, þar á meðal er Valur sem tekur á móti Sheriff Tiraspol eftir 1-0 tap ytra.

Það eru nokkrir Íslendingar sem munu koma til með að mæta til leiks í leikjum kvöldsins. Jóhann Berg Guðmundsson verður væntanlega í byrjunarliði Burnley í erfiðum leik gegn Istanbul Basaksehir eftir markalaust jafntefli ytra.

Viðar Örn Kjartansson verður þá líklegast í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv rétt eins og Hjörtur Hermannsson mun vafalítið byrja í hjarta varnarinnar hjá Bröndby.

Það eru tvö stórlið í alvarlegum vandræðum fyrir leiki kvöldsins. Zenit tapaði 4-0 fyrir Dinamo Minsk í síðustu viku og gerði Feyenoord slíkt hið sama gegn slóvakíska liðinu Trencin.

Sevilla þarf þá helst að skora á útivelli gegn Zalgiris eftir 1-0 sigur heima en RB Leipzig og Atalanta eru í góðum málum eftir flotta sigra.

Leikir dagsins:
16:00 HJK - NK Olimpija Ljubljana (0-3)
16:30 Kaupmannahöfn - CSKA Sofia (2-1)
16:30 U Craiova - RB Leipzig (1-3)
17:00 Midtjylland - TNS (2-0)
17:00 Molde - Hibernian (0-0)
17:00 Zalgiris - Sevilla (0-1)
17:00 Zenit - Dinamo Minsk (0-4)
17:30 Maccabi Tel Aviv - Pyunik Yerevan (0-0)
17:45 LASK Linz - Besiktas (0-1)
18:00 Atalanta - Hapoel Haifa (4-1)
18:00 Bröndby - Spartak Subotica (2-0)
18:15 Maribor - Rangers (1-3)
18:30 Feyenoord - Trencin (0-4)
18:30 Gent - Jagiellonia (1-0)
18:30 Partizan - Nordsjælland (2-1)
18:45 Bordeaux - Mariupol (3-1)
18:45 Burnley - Basaksehir (0-0)
18:45 Rijeka - Sarpsborg 08 (1-1)
18:45 Rosenborg - Cork City (2-0)
19:00 Valur - Sheriff Tiraspol (0-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner