Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. ágúst 2018 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Mörg Íslendingalið áfram - Hvernig er framhaldið?
Burnley fór áfram. Næsti mótherji er Olympiakos.
Burnley fór áfram. Næsti mótherji er Olympiakos.
Mynd: Getty Images
Hjörtur hjálpaði Bröndby að komast áfram.
Hjörtur hjálpaði Bröndby að komast áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
FCK sló út CSKA Sofiu frá Búlgaríu.
FCK sló út CSKA Sofiu frá Búlgaríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes og félagar í Qarabag koma inn í Evrópudeildina og spila við Sheriff, liðið sem sló út Val.
Hannes og félagar í Qarabag koma inn í Evrópudeildina og spila við Sheriff, liðið sem sló út Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur féll úr leik í Evrópudeildinni í kvöld þrátt fyrir sigur gegn Sheriff Tiraspol frá Moldavíu.

Það var fullt af öðrum leikjum í forkeppni Evrópudeildarinnar á þessu fimmtudagskvöldi.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley komust áfram eftir framlengingu gegn Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja, þar sem fyrri leikurinn endaði líka markalaus. Í framlengingunni skoraði Jack Cork sigurmark Burnley.


Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á varamannabekknum hjá Burnley en kom inn á þegar 58 mínútur voru búnar.

Viðar Örn, Hjörtur og Matti Villa áfram
Íslendingaliðin voru nokkur í þessari umferð.

Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrri hálfleikinn í 2-1 sigri Maccabi Tel Aviv frá Ísrael gegn Pyunik frá Armeníu. Maccabi fer áfram úr því einvígi eftir markalausan fyrri leik.

Bröndby komst áfram gegn Spartak Subotica frá Serbíu þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald á 11. mínútu. Hjörtur Hermannsson byrjaði á bekknum en kom inn á eftir að rauða spjaldið fór á loft. Bröndby vann leikinn 2-1 þrátt fyrir að hafa verið svo lengi einum færri. Einvígið fór samanlagt 4-1.

Þá sigraði Rosenborg lið Cork City frá Írlandi 3-0 í Noregi í kvöld, einvígið fór samanlagt 5-0. Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Rosenborg í kvöld.

Lið Orra Sigurðar Ómarssonar, Sarpsborg frá Noregi komst áfram eftir 1-0 sigur á útivelli gegn Rijeka frá Króatíu. Orri var ekki í hóp hjá Sarpsborg.

Eina Íslendingaliðið, fyrir utan Val, sem féll úr leik í kvöld var Jagiellonia Bialystok frá Póllandi. Böðvar Böðvarsson var ekki í hóp hjá pólska liðinu sem tapaði gegn Gent frá Belgíu.

Gerrard fór áfram með Rangers
Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers eru komnir skrefi nær riðlakeppninni eftir að hafa slegið Maribor frá Slóveníu úr leik í kvöld.
Niðurstaðan var markalaust jafntefli í kvöld en fyrri leikurinn endaði 3-1 fyrir Rangers.

Þá fór FC Kaupmannahöfn, sem sló Stjörnuna úr leik, áfram gegn CSKA Sofiu en Hapoel Haifa frá Ísrael, sem sló FH út, tapaði gegn Atalanta frá Ítalíu samanlagt 6-1. Sarpsborg sló út ÍBV, en eins og áður segir þá vann Sarpsborg, Rijeka frá Króatíu.

Næsta umferð er síðasta umferð forkeppninnar fyrir riðlakeppnina.

Liðin sem féllu úr leik í kvöld: Valur, Zrinjski Mostar (Bosnía), Legia Varsjá (Pólland), Alashkert (Armenía), HJK (Finnland), Cork City (Írland), Spartaks Jurmala (Lettland), The New Saints (Wales), Hapoel Be'er Sheva (Ísrael), Kukesi (Albanía), Pyunik (Armenía), Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland), Sturm Graz (Austurríki), Rijeka (Króatía), Istanbul Basaksehir (Tyrkland), Braga (Portúgal), Hapoel Haifa (Ísrael), Lech Poznan (Pólland), Vitesse (Holland), Nordsjælland (Danmörk), Hibernian (Skotland), Hadjuk Split (Króatía), Zalgiris (Litháen), Kairat (Kasakstan), Slovan Bratislava (Slóvakía), Mariupol (Úkraína), CSKA Sofia (Búlgaría), Luzern (Sviss), Maribor (Slóvenía), Feyenoord (Holland), Jagiellonia Bialystok (Pólland), Spartak Subotica (Serbía), Progres Niederkorn (Lúxemborg), LASK Linz (Austurríki), Dynamo Brest (Hvíta-Rússland), Universitatea Craiova (Rúmenía).

Hér að neðan má sjá hvernig næsta umferð lítur út og hvaða lið eru nú þegar komin í riðlakeppnina.

Sigma Olomouc (Tékkland) - Sevilla (Spánn)
Sarpsborg (Noregur) - Maccabi Tel Aviv (Ísrael)
Gent (Belgía) - Bordeux (Frakkland)
Partizan (Serbía) - Besiktas (Tyrkland)
Rapíd Vín - Steaua Búkarest (Rúmenía)
Apollon Limassol (Kýpur) - Basel (Sviss)
Rangers (Skotland) - Ufa (Rússland)
Atalanta (Ítalía) - FC Kaupmannahöfn (Danmörk)
Zenit (Rússland) - Molde (Noregur)
Trencin (Slóvakía) - AEK Larnaca (Kýpur)
Genk (Belgía) - Bröndby (Danmörk)
Olympiakos (Grikkland) - Burnley (England)
Zorya Luhansk (Úkraína) - RB Leipzig (Þýskaland)
Olimpija Ljubljana (Slóvenía) - Spartak Trnava (Slóvakía)
APOEL (Kýpur) - Astana (Kasakstan)
Rosenborg (Noregur) - Shkendija (Makedónía)
F91 Dudelange (Lúxemborg) - Cluj (Rúmenía)
Suduva (Litháen) - Celtic (Skotland)
Sheriff (Moldavía) - Qarabag (Aserbaídsjan)
Malmö (Svíþjóð) - Midtjylland (Danmörk)
Torpedo Kutaisi (Georgía) - Ludogorets (Búlgaría)

Liðin sem eru nú þegar komin í riðlakeppnina: Chelsea, Arsenal, Bayer Leverkusen, Villarreal, Anderlecht, Lazio, Sporting Lissabon, Marseille, AC Milan, Fenerbache, Krasnodar, Real Betis, Eintracht Frankfurt, Spartak Moskva, Standard Liege, Zürich, Rennes, Vorskla Poltava, Slavia Prag, Akhisar Belediyespor, Jablonec.
Athugasemdir
banner
banner