Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 16. ágúst 2018 12:32
Elvar Geir Magnússon
Formannsskipti hjá Tólfunni
Benni bongó er til hægri á myndinni.
Benni bongó er til hægri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólfan stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins mun eignast nýjan formann á næstu dögum. Benjamín Hallbjörnsson, betur þekktur sem Benni bongó, hefur ákveðið að stíga af formannsstólnum.

Íslenska landsliðið er að fara að mæta Sviss í Þjóðadeildinni þann 8. september ytra og leikur svo á Laugardalsvelli gegn Belgíu, bronsliði HM, þriðjudaginn 11. september. Það eru fyrstu leikir liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Erik Hamren.

Tilkynning frá Benna Bongó
Góðan daginn öllsömul.

Ég get ekki komið öllu frá mér sem ég vil í þessari yfirlýsingu og mun ég henda inn frekara uppgjöri mjög fljótlega.

Hafa ber í huga að hætta skal leik er hæst hann stendur og ekkert varir að eilífu. En þannig eru mál með vexti að ég hef ákveðið að hætta í Tólfunni núna og ætla ég að snúa mér að öðru í lífinu. Þetta er búið að vera geggjað ferðalag og rosalega mörg ógleymanleg augnablik sem maður hefur upplifað með ykkur öllum. En núna er minn tími kominn og kveð ég Tólfuna frá og með þessari stundu. Og óska ég þess heitt að Tólfuandinn og Tólfan haldi áfram að vera jákvætt og öflugt sameiningarafl sem hún er með nýjum straumum.

Takk kærlega fyrir mig.
Kær kveðja,

Benni Bongó

Athugasemdir
banner
banner