Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur mætir Sheriff - Blikar í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir sem spilaðir eru á Íslandi verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Veislan hefst klukkan 18:00 þegar Breiðablik fær Víking í heimsókn frá Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Sigurvegarinn á Kópavogsvelli keppir við Stjörnuna til úrslita á Laugardalsvellinum.

Selfoss fær Grindavík í heimsókn á sama tíma í Pepsi-deild kvenna og verður sýnt beint frá fallbaráttuleiknum.

Þriðji leikurinn til að vera sýndur beint er að margra mati stærsti leikur kvöldsins, þar sem Valur fær Sheriff í heimsókn frá Tiraspol.

Sheriff vann fyrri leikinn heima 1-0 og því mikilvægt fyrir Valsara að halda hreinu í kvöld.

Undankeppni Evrópudeildarinnar
19:00 Valur - Sheriff Tiraspol (Stöð 2 Sport 2 - Origo völlurinn)

Mjólkurbikar karla
18:00 Breiðablik-Víkingur Ó. (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)

Pepsi-deild kvenna
18:00 Selfoss-Grindavík (Stöð 2 Sport 3 - JÁVERK-völlurinn)

Inkasso deild kvenna
19:15 ÍA-Keflavík (Akraneshöllin)
19:15 Fylkir-Haukar (Floridana völlurinn)

4. deild karla - A-riðill
19:00 Hamar-Ýmir (Grýluvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:30 Mídas-Úlfarnir (Víkingsvöllur)

4. deild karla - C-riðill
19:00 Afríka-Álafoss (Leiknisvöllur)
19:00 Ísbjörninn-Kóngarnir (Kórinn - Gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner