Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 14:33
Elvar Geir Magnússon
Leikjum Sampdoria og Genoa frestað eftir brúarslysið
Búið er að fresta tveimur leikjum í fystu umferð ítölsku A-deildarinnar.
Búið er að fresta tveimur leikjum í fystu umferð ítölsku A-deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar sem áttu að vera um helgina hefur verið frestað. Þetta er Sampdoria - Fiorentina og Milan - Genoa.

Leikjunum er frestað eftir hörmulegt brúarslys í Genúa sem gerðist á þriðjudag. Morandi-brúin féll en staðfest hefur verið að 38 manns hafi týnt lífi. Búist er við því að sú tala muni hækka.

Sampdoria og Genoa eru bæði í borginni og báðu um að leikjum þeirra um helgina yrði frestað.

Rætt hefur verið um að allri fyrstu umferðinni gæti verið frestað eftir slysið en bara er búið að staðfesta þessa tvo leiki.

Á næstu dögum verða nýir leiktímar þessara tveggja viðureigna gefnir út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner