Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd blæs á sögusagnir um ósætti Pogba og Mourinho
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur blásið á sögusagnir þess efnis að Jose Mourinho og Paul Pogba hafi lent saman og að ósætti sé þeirra á milli.

Í slúðurblöðunum á Englandi í morgun var greint frá því að Pogba vilji fara til Barcelona.

Að auki hafa verið sögusagnir um að Mourinho hafi sagt Pogba að fara í gegnum umboðsmann sinn Mino Raiola ef hann vill tala við sig aftur.

Manchester United blés á þessar sögusagnir í dag. „Þetta er algjört kjaftæði. Samband Pogba og Mourinho er ennþá gott," sagði talsmaður United.

Pogba er lítið fyrir að veita viðtöl eftir leiki en hann gerði það eftir sigur Manchester United á Leicester í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn.

„Ef þú ert ekki ánægðurt þá getur þú ekki gert þitt besta. Það eru hlutir sem ég get ekki sagt frá án þess að vera sektaður," sagði Pogba eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner