fim 16. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Pellegrini ætlar ekki að fá Yaya Toure til West Ham
Yaya Toure er í leit að nýju félagi.
Yaya Toure er í leit að nýju félagi.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann ætli að krækja í Yaya Toure.

Hinn 35 ára gamli Toure er án félags en samningur hans við Manchester City rann út í sumar.

Toure spilaði undir stjórn Pellegrini hjá Manchester City á sínum tíma og þeir þekkjast vel. Pellegrini hefur fengið níu nýja leikmenn til West Ham í sumar og hann segir það nóg.

„Yaya er mjög góður leikmaður. Við erum með mjög góða leikmenn í hans stöðu í augnablikinu," sagði Pellegrini.

„Hann er góður leikmaður fyrir öll lið en í augnablikinu er hópurinn okkar klár."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner