Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 16. ágúst 2018 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Jafnt hjá Selfossi og Grindavík
Rio Hardy skoraði jöfnunarmark Grindavíkur.
Rio Hardy skoraði jöfnunarmark Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 1 - 1 Grindavík
1-0 Allyson Paige Haran ('36 )
1-1 Rio Hardy ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Jafntefli var niðurstaðan hjá Selfossi og Grindavíkur þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Pepsi-deild kvenna.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu forystunni sanngjarnt á 36. mínútu þegar Allyson Paige Haran skoraði eftir aukaspyrnu Hrafnhildar Hauksdóttur.

Selfoss leiddi 1-0 í hálfleik en Grindvíkingar mættu mikið kraftmeiri í seinni hálfleik á meðan Selfyssingar fóru aftar á völlinn. Grindavík uppskar sanngjarnt jöfnunarmark á 80. mínútu þegar enski framherjinn Rio Hardy skoraði eftir langt innkast.

Lokatölur 1-1 í leik tveggja hálfleikja í sól og blíðu á Selfossi.

Hvað þýða þessi úrslit?
Grindavík er næst neðsta sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. Selfoss er í fimmta sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner