Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Roy Keane stýrir goðsagnaliði Man Utd
Liam Miller í leik með Manchester United.
Liam Miller í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Roy Keane verður þjálfandi fyrirliði goðsagnaliðs Manchester United sem mun mæta úrvalsliði Celtic og Írlands í góðgerðarleik í Cork þann 25. september.

Leikurinn er haldinn til minningar um Liam Miller, fyrrum leikmann Manchester United, sem lést snemma á þessu ári. Hann var aðeins 36 ára.

Miller lék fyrir Celtic áður en hann gekk í raðir United þar sem hann skoraði tvö mörk í 22 leikjum. Hann lék 21 landsleik fyrir Írland og vann Championship-deildina með Sunderland eftir að hann yfirgaf United.

Ryan Giggs, Rio Ferdinand, Paul Scholes og Gary Neville eru meðal manna sem munu taka fram skóna í leiknum en það var Sir Alex Ferguson sem fékk upphaflega hugmyndina að leiknum.

Martin O'Neill stýrir liði Celtic og Írlands en ágóði af leiknum rennur til Clare, ekkju Liam, og þriggja barna þeirra.

Goðsagnalið Manchester United: Roy Keane, Ryan Giggs, Nicky Butt, Ronny Johnsen, Paul Scholes, Denis Irwin, David May, Louis Saha, Rio Ferdinand, Quinton Fortune, Andy Cole, Michael Clegg, Mikael Silvestre, Kevin Pilkington, Dion Dublin, Roy Carroll, Gary Neville, Alan Smith

Goðsagnir Celtic og Írlands: David Forde, Stephen Carr, Kevin Kilbane, Richard Dunne, Kenny Cunningham, Keith Andrews, Kevin Doyle, Stephen McPhail, Andy Reid, Robbie Keane, Damien Duff, Lee Carsley, Colin Healy, Shaun Maloney, Paul Lambert, John Hartson, Neil Lennon, Stylian Petrov, Shane Supple
Athugasemdir
banner
banner
banner