Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky, BBC og Netflix í viðræðum við Fleetwood
Fleetwood er búið að vinna einn og tapa einum undir stjórn Barton.
Fleetwood er búið að vinna einn og tapa einum undir stjórn Barton.
Mynd: Getty Images
Hinn umdeildi Joey Barton hóf stjóraferilinn sinn þegar hann tók við Fleetwood Town í sumar.

Fleetwood vill reyna að græða pening á því að hafa Barton sem stjóra og hafa kvikmyndagerðarmenn á vegum félagsins verið að fylgja Barton eftir undanfarnar vikur til að taka upp heimildarþætti.

Félagið hefur verið í viðræðum um að selja þættina til Sky og BBC. Viðræður við Netflix hefjast í næstu viku.

Amazon er að gefa út 8 þátta seríu með Manchester City á næstunni og hefur verið í sambandi við Fleetwood að undanförnu.

Tökulið hefur fylgt Fleetwood allt undirbúningstímabilið, en annar umdeildur maður innan knattspyrnuheimsins skrifaði undir samning við Fleetwood seint í júlí, Ched Evans.

Tökuliðið fór með leikmannahópnum í æfingaferð um Ungverjaland og er félagið sjálft búið að framleiða svokallaðan 'pilot' þátt til að kynna efnið fyrir mögulegum fjárfestum.

Félagið er að vonast til að græða minnst eina milljón punda á heimildarþáttunum. Ein milljón kemur sér afar vel í ensku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner