Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. ágúst 2018 11:33
Elvar Geir Magnússon
Spænskur deildarleikur mun fara fram í Bandaríkjunum
Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid.
Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Leikur í efstu deild Spánar mun fara fram í Bandaríkjunum. Það verður í fyrsta sinn sem leikur í La Liga fer fram utan Spánar.

Áætlunin er hluti af samstarfi La Liga og fjölmiðlafyrirtækisins Relevant en það skipuleggur meðal annars International Champions.

Javier Tebas, forseti La Liga, segir að um sé að ræða sögulegt sakomulag.

Ekki hefur verið staðfest hvaða lið munu mætast í Bandaríkjunum eða hvenær umræddur leikur mun fara fram.

Á sunnudaginn síðasta var leikið um spænska Ofurbikarinn í Marokkó en það var í fyrsta sinn sem sá leikur fer fram erlendis.

„Þetta er næsta stóra skref í auknum vinsældum knattspyrnu í Norður-Ameríku," segir Stephen Ross, stjórnarformaður og eigandi Relevent.

„Þetta býður upp á ný tækifæri fyrir fótboltaáhugafólk í Norður-Ameríku til að upplifa besta, mest spennandi og ástríðufyllsta fótbolta heimsins."

Sjá einnig:
Barcelona spáð sigri í La Liga
Athugasemdir
banner
banner
banner