Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   sun 16. ágúst 2020 18:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Guðmunds: Buðum upp á þetta
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Engin dramatík, þær bara jöfnuðu leikinn. Þær höfðu pressað á okkur síðustu mínúturnar og við réðum ekkert við þær. Við buðum upp á þetta og alltof lítið eftir til að fá á okkur mark, áttum að standa á réttum stöðum og sparka boltanum í burtu," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn Þór/KA í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Þór/KA

„Þær setja Örnu Sif [Ásgrímsdóttur] upp í framlínuna og ég vildi fá miðjumennina nær mínum miðvörðum. Menn verða að kveikja fyrr og skilja hvað maður er að tala um," sagði Kristján aðspurður um innáköll sín undir lok leiks.

Kristján segir þá að það hefði verið fínt að geta skipt oftar en vegna tveggja meiðsla í fyrri hálfleik gat hann einungis nýtt einn skiptiglugga í seinni hálfleik.

„Það er mjög mikilvægt að fá eitt stig, við vitum að ágústmánuður er mikilvægur fyrir okkur, erum að spila við liðin í kringum okkur. Mér sýnist það [að 1-1 sé sanngjörn niðurstaða] við vorum svolítið út og suður í fyrri hálfleik og gekk illa að spila út úr pressu Þór/KA. Staðsetningar voru ekki réttar og hræringar vegna meiðslanna, við spiluðum betur í seinni hálfleik," sagði Kristján.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner