Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. ágúst 2022 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jón Daði lagði upp sigurmarkið - Fyrsti sigur Norwich
Mynd: Getty Images
Danel Sinani tryggði Norwich sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Danel Sinani tryggði Norwich sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Mynd: Getty Images

Það fóru sjö leikir fram í ensku Championship deildinni í kvöld og ellefu í C-deildinni. Þar á meðal var heimaleikur Bolton gegn Morecambe og byrjaði Jón Daði Böðvarsson úti á hægri kanti hjá heimamönnum.


Bolton vann leikinn 1-0 og lagði Jón Daði eina mark leiksins upp með flottri hreyfingu innan vítateigs eins og má sjá hér. Hinn 19 ára gamli Conor Bradley, sem er á lánssamningi frá Liverpool, skoraði markið.

Bradley er hægri bakvörður með 8 A-landsleiki að baki fyrir Norður-Írland þrátt fyrir ungan aldur.

Bolton hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er með átta stig eftir fjórar umferðir.

Bolton 1 - 0 Morecambe
1-0 Conor Bradley ('39)

Í Championship deildinni gerði Burnley 1-1 jafntefli við Hull City þrátt fyrir mikla yfirburði. Jóhann Berg Guðmundsson var fjarverandi sökum meiðsla og er Burnley aðeins komið með fimm stig eftir fjórar umferðir.

Hull er aftur á móti með átta stig í öðru sæti, alveg eins og Watford sem gerði jafntefli við Birmingham.

Swansea var næstum búið að koma sér upp í fjórða sætið þegar liðið leiddi 2-0 á 93. mínútu gegn Millwall. Gestirnir náðu hins vegar að koma til baka með tveimur sjálfsmörkum seint í uppbótartíma og halda í fjórða sætið sitt þar sem þeir sitja með sjö stig. Ótrúlegar lokamínútur í Wales!

Norwich náði þá í sinn fyrsta sigur á deildartímabilinu og er með fjögur stig. Norwich hafði betur gegn Huddersfield þökk sé marki og stoðsendingu frá Danel Sinani, landsliðsmanni Lúxemborgar.

Birmingham 1 - 1 Watford
1-0 George Hall ('19 )
1-1 Ken Sema ('63 )

Bristol City 2 - 0 Luton
1-0 Nahki Wells ('5 )
2-0 Tommy Conway ('26 )
Rautt spjald: Mark Sykes, Bristol City ('67)

Burnley 1 - 1 Hull City
0-1 Ozan Tufan ('25 )
1-1 Jay Rodriguez ('34 )

Norwich 2 - 1 Huddersfield
1-0 Josh Sargent ('6 )
2-0 Danel Sinani ('16 )
2-1 Patrick Jones ('81 )
Rautt spjald: Tom Lees, Huddersfield ('48)

Preston NE 0 - 0 Rotherham

QPR 0 - 1 Blackpool
0-1 Josh Bowler ('45 )

Swansea 2 - 2 Millwall
1-0 Ryan Manning ('1 )
2-0 Michael Obafemi ('12)
2-1 B. Cabango ('93, sjálfsmark)
2-2 N. Wood ('95, sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner