Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Eins og það sé norn í húsinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Jürgen Klopp kvartaði undan meiðslavandræðum Liverpool á fréttamannafundi eftir jafntefli gegn Crystal Palace í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.


Liverpool hefur farið illa af stað á nýrri leiktíð og er aðeins með tvö stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Liðið gerði fyrst jafntefli við nýliða Fulham á útivelli, 2-2, og svo 1-1 gegn Palace í gærkvöldi.

„Þessi vika er búin að vera klikkuð. Ég hef upplifað margar vikur við stjórnvölinn hérna en þessi síðasta vika hefur toppað allar hinar. Það er eins og það sé norn í húsinu, það eru ný meiðsli á hverjum degi og alltaf einhverjar skrítnar ástæður," sagði Klopp.

Joel Matip missti af leiknum gegn Palace og bættist við gífurlega langan meiðslalista þar sem má finna Ibrahima Konate, Thiago Alcantara, Roberto Firmino og Diogo Jota meðal annars.

Nathaniel Phillips byrjaði í hjarta varnarinnar í fjarveru Konate og Matip en Joe Gomez byrjaði á bekknum.

„Joey var að glíma við vandamál í byrjun vikunnar og náði bara einni góðri æfingu í vikunni, þess vegna byrjaði hann á bekknum. Nat stóð sig mjög vel.

„Bobby (Firmino) náði ekki leiknum og í sambandi við Henderson þá fengum við þær upplýsingar frá læknateyminu að hann mætti ekki spila allan leikinn."

Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain, Calvin Ramsay, Caoimhin Kelleher og Kaide Gordon eru einnig fjarri vegna meiðsla og þá er Darwin Nunez kominn í leikbann.


Athugasemdir
banner
banner
banner