Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. ágúst 2022 10:09
Elvar Geir Magnússon
„Old Trafford að verða kirkjugarður fyrir fótboltamenn"
Jamie Vardy er orðaður við Man Utd.
Jamie Vardy er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttakonan Alison Bender segir að Jamie Vardy sé ekki rétti maðurinn fyrir Manchester United en það myndi ekki koma sér neitt á óvart ef þessi 35 ára sóknarmaður færi á Old Trafford.

Í gær sögðu fjölmiðlar frá því að United hefði áhuga á að fá Vardy í sínar raðir.

„Þetta er svo áhugavert. Ef maður skoðar nokkrar baksíður hjá blöðunum þá sér maður hvernig Old Trafford er að verða kirkjugarður fyrir fótboltamenn. Jamie Vardy er frábær markaskorari og er betri en þeir leikmenn sem United hefur í hans stöðu í dag. En hann er 35 ára og það er engin uppbygging í því að fá hann," segir Bender.

„Erik ten Hag var fenginn til að byggja upp liðið. Þú kaupir ekki 35 ára sóknarmann, gerir eins árs samning og kallar það uppbyggingu. Það er skyndilausn. Þetta er eins og að setja plástur og ef ég væri stuðningsmaður Manchester United þá syði á mér núna."

„Vardy er ekki leikmaður sem passar í leikstílinn sem Ten Hag vill spila. Hann passar ekki inn en það er örvænting gripin um sig á Old Trafford og þessar fréttir koma mér ekkert á óvart."
Athugasemdir
banner
banner