Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Jón Dagur er spennandi leikmaður.
Jón Dagur er spennandi leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson byrjar af krafti með Vendssyssel í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur er á láni hjá Vendsyssel frá Fulham en í dag spilaði hann sinn annan leik fyrir félagið, sinn fyrsta byrjunarliðsleik. Hann spilaði 11 mínútur gegn AGF fyrir tveimur vikum.

U21 landsliðsmaðurinn lagði upp fyrsta mark leiksins á 28. mínútu eftir flottan sprett.

Vendsyssel var að spila gegn Hobro og voru Jón Dagur og félagar á heimavelli en gestirnir í Hobro jöfnuðu fyrir leikhlé.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Jón Dagur spilaði 83 mínútur.

Vendsyssel er í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig úr níu spiluðum leikjum.

Jón Dagur er 19 ára gamall en spurning er hvort hann fái tækifæri fljótlega með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner