Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Douglas Costa biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Douglas Costa var rekinn af velli er Juventus hafði betur gegn Sassuolo með tveimur mörkum gegn einu.

Costa gjörsamlega trylltist út í Federico Di Francesco, kantmann Sassuolo, þegar komið var í uppbótartíma. Costa braut á honum, olnbogaði og reyndi að flugskalla hann áður en hann hrækti að lokum upp í munninn hans.

Costa hefur beðið stuðningsmenn og liðsfélaga sína afsökunar en hann virðist ekki vera búinn að biðja Di Francesco afsökunar og er ekki búinn að gefa neina ástæðu eða afsökun fyrir hegðuninni.

„Ég vil biðja alla stuðningsmenn Juventus afsökunar fyrir að bregðast svona illa við í leiknum í dag," skrifaði kantmaðurinn knái á Instagram.

„Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína afsökunar. Þeir standa alltaf með mér, gegnum það góða og það slæma. Þetta var ljótt, ég átta mig á því og vill biðja alla afsökunar."
Athugasemdir
banner
banner