Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Titillinn nánast í höfn hjá Íslendingaliði HB
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson verður áfram hjá HB í Færeyjum á næstu leiktíð. Það er gleðiefni fyrir stuðningsmenn HB sem fá brátt að sjá lið sitt lyfta færeyska meistaratitlinum í fyrsta sinn síðan árið 2013. HB, sem er stórveldi í Færeyjum, hefur verið í lægð síðustu ár en Heimir er búinn að gera frábæra hluti á sinni fyrstu leiktíð.

HB sigraði í dag NSÍ, liðið í þriðja sæti ddeildarinnar, 2-1. Mörk HB í leiknum gerðu Dan í Soylu og Símun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur.

Brynjar Hlöðversson var í byrjunarliði HB og lék allan leikinn en Grétar Snær Gunnarsson byrjaði á bekknum og kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

HB er eftir sigurinn í dag með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar þega fimm leikir eru eftir. Það er bara tímaspursmál hvenær titillinn verður staðfestur.

Heimir hefur náð frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili í Færeyjum og hann ætlar eins og áður segir að vera áfram þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner