Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. september 2018 10:00
Gunnar Logi Gylfason
Fyrrum markvörður Chelsea ósáttur eftir að hafa neyðst til að opinbera þunglyndi
Lenny Pidgeley
Lenny Pidgeley
Mynd: Getty Images
Lenny Pidgeley, fyrrum markvörður Chelsea, er ósáttur út í Farnborough, þar sem hann spilaði síðast.

Pidgeley segist hafa verið að berjast við þunglyndi síðasta áratuginn og hefur nú lagt skóna á hilluna vegna þess. Hann vildi þó ekki tala um það opinberlega en hefur neyðst til þess eftir tilkynningu Farnborough.

Í tilkynningunni segir að markvörðurinn væri að hætta vegna erfiðs persónulegs ástands sem hann hafði glímt við í langan tíma. Í tilkynningunni var tímasetning Pidgeley einnig gagnrýnd.

Pidgeley vildi halda þessu fyrir sig en eftir þessa tilkynningu segist hann ekki hafa átt annarra kosta völ en að segja opinberlega frá baráttu sinni.

„Ég er svo reiður út af þessu og það hjálpar ekki þegar þú ert á slæmum stað. Fjölskylda mín og vinir hafa verið áhyggjufull. Ég hef haft tækifæri til að tala um þetta í 10 ár en ég ætlaði aldrei að tala opinberlega um þetta."

„En nú hef ég verið neyddur til þess. Nú verð ég að tala því þetta er alvarlegt, fólk hefur tekið eigið líf og þunglyndi er alvarlegt mál."


Á unglingsárunum spilaði Pidgeley með yngri liðum Chelsea áður en hann spilaði með liðum á borð við Watford og Milwall áður en hann fór á flakk í neðri deildum Englands.
Athugasemdir
banner
banner