Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 08:30
Gunnar Logi Gylfason
Fyrsta skipti í 110 ár sem tvö lið vinna fyrstu fimm leikina
Liverpool
Liverpool
Mynd: Getty Images
Chelsea
Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea og Liverpool hafa bæði unnið fyrstu fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Í gær vann Liverpool 2-1 sigur á Tottenham á Wembley og Chelsea 4-1 heimasigur á Cardiff.

Þau úrslit þýða að Chelsea komst uppfyrir Liverpool á markatölu en liðin eru jöfn með 15 stig eftir 5 leiki.

Þetta er í fimmta skiptið sem Chelsea nær þessari fullkomnu byrjun í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur aldrei náð því frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. Þó hefur félagið náð því tvisvar - þegar gamla fyrsta deildin var efsta deildin.

Það sem er merkilegt við að bæði lið byrji svona vel er að það hefur aldrei áður gerst frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar að tvö lið byrji á fimm sigrum.

Það hefur tvisvar sinnum gerst. Tímabilin 1905-1906 og 1908-1909. Það eru því 110 ár síðan þetta gerðist síðast.
Athugasemdir
banner
banner