Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso finnst fyndið að Milan sé talið til sterkustu liðanna
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso þjálfari Milan segist fara að hlæja þegar fjölmiðlar tala um liðið hans sem eitt af sterkustu liðum ítölsku deildarinnar.

Milan er með sterkan leikmannahóp en hefur ekki farið sérlega vel af stað í haust. Liðið byrjaði á að missa 0-2 forystu niður í 3-2 tap gegn Napoli í fyrstu umferð en vann svo Roma í næsta leik. Í dag gerði liðið slakt jafntefli við Cagliari og var Gattuso ekki sáttur að leikslokum.

„Fyrstu 20 mínúturnar voru vandræðalegar fyrir okkur. Við hefðum getað lent 2-0 undir og þá hefði ekki verið nein leið til baka," sagði Gattuso við Sky Sports að leikslokum.

„Við vorum skelfilegir í byrjun og það er engin afsökun til fyrir það. Þetta er eitthvað sem við verðum að bæta."

Gonzalo Higuain gerði jöfnunarmark Milan í síðari hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Hann virtist vera pirraður undir lokin og var Gattuso spurður út í það.

„Gonzalo er gríðarlega mikilvægur hérna og við verðum að nýta hann betur. Hann verður að skilja að við erum með ungt lið sem er ekki komið með sjálfstraust til að reyna ákveðnar sendingar eða nýta ákveðin pláss.

„Ég fer að hlæja þegar fólk talar um Milan sem eitt af sterkustu liðum deildarinnar. Það er stundum eins og við lærum ekkert af mistökum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner