Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Sjáðu fyrsta mark Alberts fyrir AZ Alkmaar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn stórefnilegi Albert Guðmundsson var á skotskónum fyrir AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, gegn Feyenoord í leik sem var að klárast fyrir stuttu.

Albert kom AZ yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Albert kom til AZ frá PSV Eindhoven í sumar en hann var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir AZ í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert þakkaði traustið en mark hans má sjá hér að neðan.

Albert var í U21 landsliðinu í síðasta verkefni en hann ætlar að gera allt til þess að komast aftur í A-landsliðið í október.

AZ leiddi 1-0 fram á 40. mínútu en þá skoraði Steven Berghuis og jafnaði fyrir gestina í Feyenoord.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Albert og félagar í AZ eru með átta stig í fjórða sæti deildarinnar en Feyenoord er í þriðja sæti með 10 stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner