Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Indriði Sigurðsson spáir í leiki 20. umferðar í Pepsi-deildinni
Indriði er fyrrum fyrirliði KR. Hann hefur í sumar verið sérfræðingur í Pepsi-mörkunum.
Indriði er fyrrum fyrirliði KR. Hann hefur í sumar verið sérfræðingur í Pepsi-mörkunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan varð bikarmeistari í gær. Garðbæingar ná að vinna KA að mati Indriða.
Stjarnan varð bikarmeistari í gær. Garðbæingar ná að vinna KA að mati Indriða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag hefst 20. umferð Pepsi-deildar karla með fjórum leikjum. Þau lið sem spiluðu í bikarúrslitaleiknum í gær, Stjarnan og Breiðablik, þau eiga leiki á þriðjudag.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.

Indriði Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður sem verið hefur séfræðingur í Pepsi-mörkunum í sumar, settist í spádómsstólinn fyrir þessa umferð.



KR 2 - 0 Keflavík (14 í dag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir KR. Keflavík er nú þegar fallið en þessir svokölluðu skyldusigrar eru oft erfiðir.

Víkingur R. 1 - 2 FH (14 í dag)
FH fylgir eftir góðum sigri á móti KR og vinnur Víking. Það er ekkert flóknara en það.

Grindavík 0 - 1 Fjölnir (14 í dag)
Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Fjölni. Þetta verður jafn leikur. Grindavík hefur að litlu sem engu að keppa og Fjölnismenn þurfa að klóra í öll þau stig sem þeir geta fengið. Ég spái jafntefli, eða nei... hendum sigri á Fjölni.

Valur 2 - 0 ÍBV (17 í dag)
Solid sigur hjá Val. Þeir vinna sanngjarnan sigur, eru með mun sterkara lið og eru á heimavelli. Titillinn er í þeirra höndum og þeir munu allavega ekki klúðra því þarna.

Stjarnan 1 - 0 KA (18 á þriðjudag)
Það verða einhver þreytumerki á Stjörnunni eftir bikarmeistaratitilinn en þeir ná að knýja fram sigur og halda spennu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Fylkir 1 - 1 Breiðablik (19:15 á þriðjudag)
Fylkir heldur áfram þessari hrinu án tapa og ná í stig, Breiðablik nær ekki að hrista sig í gang eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum. Blikarnir eru þreyttir eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. Breiðablik er alveg út í titilbaráttunni.

Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Tómas Þór Þórðarson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson 2 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hólmbert Aron Friðjónsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Orri Sigurður Ómarsson 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner