Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker bað James Milner afsökunar
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
Gary Lineker.
Gary Lineker.
Mynd: Getty Images
James Milner er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool. Hann býr yfir mikilli reynslu og virðist alltaf vera að bæta sig þrátt fyrir að vera orðinn 32 ára gamall.

Milner hefur byrjað alla leiki Liverpool hingað til á tímabilinu og verið öflugur á miðsvæðinu.

Liverpool er með fullt hús stiga eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Milner gekk í raðir Liverpool árið 2015, á frjálsri sölu frá Manchester City. Það settu einhverjir spurningamerki við það þegar Liverpool nældi í Milner en hann hefur troðið sokk upp í þá sem efuðust um gæði hans. Það er alltaf að fjölga í stuðningsmannahópi Milner sem hefur fest sig í sessi hjá Liverpool.

Sparkspekingurinn Gary Lineker bað Milner afsökunar í gær.

„Ég tístaði einu sinni að ég vissi ekki hvað James Milner væri á fótboltavellinum. Ég veit það núna og ég skulda honum afsökunarbeiðni. Hann er frábær, fjölhæfur og gáfaður fótboltamaður. Mín mistök," skrifaði Lineker.



Milner svaraði Lineker. „Takk Gary, kunni alltaf að meta hlutverk þitt á fótboltavellinum... og í starfi þínu sem sérfræðingur ertu núna frábær og gáfaður," skrifaði Milner léttur, ljúfur og kátur.

Milner er varafyrirliði Liverpool en hann hefur verið með fyrirliðabandið í upphafi tímabils þar sem Jordan Henderson, aðalfyrirliði liðsins hefur verið mikið á bekknum.

Liverpol vann Tottenham 2-1 í gær en næsti leikur liðsins er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudag.



Athugasemdir
banner
banner
banner