Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
   sun 16. september 2018 16:34
Magnús Þór Jónsson
Logi: Þetta hafa verið ófriðardúfur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson þjálfari Víkinga hefði viljað fá öll stigin í leik þeirra við FH í dag.

"Svona miðað við það að við komumst yfir í leiknum þá hefði ég viljað halda sjó og vinna leikinn, en kannski var þetta sanngjarnt."

Hann taldi lok fyrri hálfleiks og upphaf seinni ekki alveg á pari en var sáttur við varnarframmistöðuna. 

"Varnarleikurinn hélt að mestu.  FH er frábærlega mannað lið og miðað við okkar gengi í sumar verðum við að vera sáttir".

Eftir sigur Fjölnis í dag er komið meira líf í botnbaráttuna.  Næsta verkefni Víkinga er að fara til Keflavíkur, hvernig sér Logi þann leik?

"Við komum á engan hátt til með að vanmeta þá.  Við vitum að við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá og það er bara stefnan."

Fyrir leik slepptu heimamenn dúfum til að sýna fram á mikilvægi friðarins.  FH-ingar fengu 2 rauð spjöld í leiknum, misskildu þeir eitthvað boðskapinn?

"Þetta voru greinilega einhverjar ófriðardúfur" var svar Loga.  Nánar er rætt við hann í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner