Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku skilur ekki hvers vegna fólki líkar illa við Mourinho
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er ekki sammála þeirri stöðugu gagnrýni sem Jose Mourinho þarf að sæta fyrir stjórnarhætti sína.

Einhverjir telja Mourinho vera of harðan og beinskeittan og hafa gagnrýnt meðhöndlun hans á leikmönnum á borð við Luke Shaw, Anthony Martial og Marcus Rashford.

„Við fótboltamenn getum stundum verið smá aumingjar. Það er munur á leikmönnum frá því í gamla daga og í nútímanum. Stjórar geta ekki lengur sagt það sem þeir vilja því leikmenn fara í vörn og líður eins og það sé verið að ráðast á sig persónulega," sagði Lukaku.

„Mér líður aldrei eins og gagnrýni frá stjóranum sé persónuleg árás, en þannig er ég bara. Ég er harður maður, ég var alinn upp þannig. Samband mitt við Mourinho er gott, hann lætur mig hlæja og hann lætur alla hina leikmennina líka hlæja. Hann er alvöru fjölskyldumaður."

Lukaku telur Mourinho vera misskilinn og skilur ekki hvers vegna fleira fólki líkar ekki vel við hann. Hann sé einn af fáum úrvalsdeildarstjórum sem eru ekki í feluleik.

„Fólk þarf að læra að meta það. Flestir stjórar í deildinni fela tilfinningar sínar þegar þeir eru óánægðir, þeir reyna að láta líta út fyrir að þeir séu ánægðir. Mér líkar það við Mourinho að hann er alvöru maður sem segir það sem hann hugsar, hann er ekki að fara að fela tilfinningarnar sínar.

„Ég skil ekki hvernig fólki líkar ekki við hann. Hann segir sannleikann.

„Þegar hann er reiður út í mig þá fer það ekki á milli mála og ég reyni að bæta mig til að gera hann ánægðan."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner