Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: Fengum fleiri færi en skoruðum minna
Mynd: Getty Images
Everton tapaði óvænt fyrir West Ham á Goodison Park í dag og telur Marco Silva sína menn ekki hafa sýnt nægilega mikil gæð í leiknum.

Everton byrjaði tímabilið vel með Richarlison í fararbroddi en hann er búinn að missa af síðustu tveimur deildarleikjum liðsins vegna leikbanns.

Þetta var fyrsta tap Everton á tímabilinu og er liðið með sex stig eftir fimm umferðir.

„Við sýndum ekki nægilega mikil gæði til að vinna leikinn. Við byrjuðum vel en gerðum svo mistök og brugðumst illa við. Við spiluðum ekki nógu vel. Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk á meðan við fengum fimm eða sex færi og skoruðum eitt," sagði Silva að leikslokum.

„Á þessu gæðastigi er mikilvægt að nýta færin. Ef maður er mikið að klúðra þá þarf bara að skapa meira. Það er sárt að tapa 3-1 á heimavelli og núna verðum við að bregðast rétt við og skoða hvað við gerðum rangt."

Miðjumanninum Morgan Schneiderlin var skipt af velli í fyrri hálfleik en Silva segir skiptinguna aðeins hafa verið taktíska.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner