Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Matti kom við sögu er Rosenborg tók toppsætið
Mynd: Getty Images
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í norska boltanum í dag og gekk vel hjá flestum.

Emil Pálsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Sandefjord sem er á botni efstu deildarinnar. Liðið gerði jafntefli við Bodo/Glimt og er sjö stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir.

Aron Sigurðarson kom ekki við sögu er Start vann mikilvægan sigur gegn Lilleström í fallbaráttunni. Arnór Smárason lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Lilleström.

Samúel Kári Friðjónsson og Matthías Vilhjálmsson komu þá báðir inn af bekknum í fjörugum fimm marka leik milli Vålerenga og Rosenborg.

Matthías og félagar í Rosenborg höfðu betur og endurheimtu toppsætið af Brann. Vålerenga er í sjötta sæti, fimm stigum frá Evrópudeildarsæti.

Íslendingalið Álasundar er með þriggja stiga forystu á toppi B-deildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Kongsvinger.

Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn og var Hólmbert Aron Friðjónsson geymdur á bekknum.

Ásgeir Þór Ingólfsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, var ónotaður varamaður er Hönefoss missti tveggja marka forystu niður á lokakaflanum í C-deildinni. Hönefoss er á botni sins riðils þar.

Sandefjord 1 - 1 Bodo/Glimt
0-1 M. Bjornbak ('66)
1-1 M. Fellah ('69)

Start 3 - 0 Lilleström
1-0 A. Akinyemi ('5)
2-0 K. Kabran ('20, víti)
3-0 M. Bringaker ('78)

Vålerenga 2 - 3 Rosenborg
1-0 S. Johnson ('36)
1-1 J. Levi ('45)
1-2 E. Jaager ('50, sjálfsmark)
2-2 A. Nouri ('58)
2-3 I. Jebali ('95)

Álasund 2 - 1 Kongsvinger
0-1 G. Dongwan ('45)
1-1 T. Agdestein ('85)
2-1 S. Fet ('90)

Hönefoss 2 - 2 Baerum Sportsklubb
1-0 K. Hoven ('14)
2-0 K. Diallo ('29)
2-1 J. Aubert ('80)
2-2 T. Nygaard ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner