Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Mjög svo mikilvægur sigur hjá Fjölni
FH bjargaði stigi gegn Víkingi og KR vann Keflavík
Fjölnismenn unnu Grindavík.
Fjölnismenn unnu Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jákup jafnaði fyrir FH gegn Víkingi.
Jákup jafnaði fyrir FH gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR sigraði Keflavík.
KR sigraði Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnir ætlar að halda spennu í fallbaráttunni en liðið vann mjög, mjög mikilvægan sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Þrír leikir af fjórum eru búnir í deildinni í dag.

Fjölnir heimsótti Grindavík og komst þar yfir eftir aðeins fjórar mínútur. Valmir Berisha skoraði markið.


Þetta reyndist eina mark leiksins og magnaður sigur Fjölnis staðreynd. Þess má geta að spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net, Indriði Sigurðsson, hafði rétt fyrir sér þegar hann spáði fyrir um þennan leik.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir Fjölni. Þetta verður jafn leikur. Grindavík hefur að litlu sem engu að keppa og Fjölnismenn þurfa að klóra í öll þau stig sem þeir geta fengið. Ég spái jafntefli, eða nei... hendum sigri á Fjölni," sagði Indriði þegar hann skilaði spánni.

KR styrkti stöðu sína í Evrópubaráttunni
Sem betur fer fyrir Fjölni þá náði Víkingur ekki í stigin öll gegn FH. Leikurinn í Víkinni var afar bragðdaufur framan af en það dró til tíðinda þegar um stundarfjórðungur var eftir. Þá fóru hlutirnir að gerast.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson kom Víkingi yfir á 74. mínútu en tveimur mínútum síðar fékk Pétur Viðarsson sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að láta aðstoðardómann heyra það. FH vildi fá mark dæmt þegar Hjörtur Logi átti skot sem fór í slána niður en dómarinn dæmdi ekki mark. Pétur lét dómarann heyra það og fékk í kjölfarið brottvísun.

FH-ingar einum færri en þeir gáfust ekki upp og jafnaði FH á 79. mínútu. Færeyingurinn Jákup Thomsen með markið. Það reyndist síðasta mark þessa leiks, lokatölur 1-1. Steven Lennon fauk út af með rautt spjald áður en leikurinn kláraðist og FH-ingar því með níu leikmenn inn á vellinum þegar dómarinn flautaði af.

FH er tveimur stigum á eftir KR í baráttunni um Evrópusæti þar sem KR vann Keflavík 3-1 á sama tíma. Liðið sem endar í fjórða sæti fer í Evrópukeppni en KR er með tveimur stigum meira en FH þegar tvær umferðir eru eftir.

Víkingur er í tíunda sæti með 22 stig, þremur stigum meira en Fjölnir. Fylkir er líka með 22 stig, en Fylkismenn eiga leik gegn Breiðablik á þriðjudaginn.

Keflavík er nú þegar fallið úr deildinni eins og flestir vita.

Hér að neðan eru úrslit, markaskorarar og textalýsingar úr þeim leikjum sem búnir eru í dag. Klukkan 17:00 hefst leikur Vals og ÍBV á Origo-vellinum.

Víkingur R. 1 - 1 FH
1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('74 )
1-1 Jákup Ludvig Thomsen ('79 )
Rautt spjald:Pétur Viðarsson, FH ('76)
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 0 - 1 Fjölnir
0-1 Valmir Berisha ('4 )
Lestu nánar um leikinn

KR 3 - 1 Keflavík
0-1 Frans Elvarsson ('34 )
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('35 )
2-1 Atli Sigurjónsson ('74 )
3-1 Pálmi Rafn Pálmason ('84 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner