Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 15:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Draumabyrjun fyrir Jón Guðna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson fékk sannkallaða draumabyrjun með Krasnodar í Rússlandi þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í dag.

Hinn 29 ára gamli Jón Guðni gekk til liðs við Krasnodar í byrjun ágúst frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hafði spilað mjög vel.

Eftir að hafa verið á bekknum í fjórum leikjum í röð kom Jón Guðni inn í byrjunarliðið í dag og fær hann frábæra byrjun sem byrjunarliðsmaður.

Krasnodar heimsótti Anzhi, sem var mjög ríkt félag hér á árum áður, og vann sannfærandi sigur.

Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvö mörk á fyrstu 14 mínútunum. Í seinni hálfleiknum bætti Krasnodar við tveimur mörkum til viðbótar og lokatölur 4-0 fyrir Krasnodar.

Dagurinn var góður fyrir Jón Guðna, sérstaklega í ljósi þess að hans fyrrum félag, Norrköping, vann líka.

Krasnodar er í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner