Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Fyrirliðinn Gylfi heldur Everton í leiknum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið hjá Everton sem mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi er nýkominn til baka úr landsliðsverkefni með Íslandi þar sem hann var fyrirliði gegn bæði Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Gylfi sleppti bara ekkert fyrirliðabandinu og er með það hjá Everton gegn West Ham í dag.

Staðan í leik Everton og West Ham þegar flautað hefur verið til hálfleiks er hins vegar 1-2 fyrir West Ham.

Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko er að byrja sinn fyrsta leik fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hann kom West Ham í 2-0, hann skoraði fyrstu tvo mörk leiksins. West Ham er búið að tapa öllum sínum leikjum í deildinni fyrir leikinn í dag en Lundúnaliðið hefur litið vel út gegn Everton.

Everton náði þó að minnka muninn fyrir leikhlé og var það Gylfi sem gerði það, með skalla. Þetta er þriðja skallamark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni, það fyrsta frá því í janúar 2016, en þá skoraði hann með skalla fyrir Swansea gegn Manchester United.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Gylfa.

Seinni hálfleikurinn var að hefjast.



Athugasemdir
banner
banner
banner