Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. september 2018 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Ásgeir Sigurgeirs sé með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, meiddist illa þegar KA gerði 3-3 jafntefli gegn Val í Pepsi-deild karla í byrjun mánaðarins.

Ásgeir meiddist undir lok fyrri hálfleiks og óttast var strax að þessi öflugi framherji hefði slitið krossband eða liðband í hné. Ásgeir var sárkvalinn eftir meiðslin og var svæfður vegna verkjanna sem hann var með.

Nú er það ljóst að hann er með slitið krossband. Hann fer í aðgerð í október og gæti misst af byrjun næsta tímabils.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, staðfesti í samtali við Fótbolta.net.

Ásgeir hefur áður slitið krossband en þá var það hitt hnéð.

Ásgeir hefur verið frábær með KA í sumar og skorað tíu mörk í Pepsi-deildinni.

KA er í sjöunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Túfa, þjálfari liðsins, mun hætta að tímabilinu loknu.
Athugasemdir
banner
banner