Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stal athyglinni af Ronaldo - Hrækti upp í andstæðing
Costa missti hausinn algjörlega og fékk rautt spjald.
Costa missti hausinn algjörlega og fékk rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Juventus bar sigurorðið af Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cristiano Ronaldo átti góðan dag þar sem hann opnaði markareikning sinn í ítalska boltanum. Dagurinn var ekki eins góður fyrir Brasilíumanninn Douglas Costa sem fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Þessi kantmaður Juventus gæti átt yfir höfði sér langt bann eftir að hann missti stjórn á skapi.

Costa byrjaði á því að taka Federico Di Francesco, leikmann Sassuolo, niður með tæklingu. Svo gaf hann honum olnbogaskot. Dómarinn leyfði leiknum að halda áfram þar sem Sassuolo var í sókn. Sassuolo nýtti sóknina og minnkaði muninn.

En þegar leikmenn Sassolo voru að drífa sig til baka svo hægt væri að hefja leik aftur þá lenti Costa og Di Francesco aftur saman. Í þetta skiptið setti Costa hausinn í mótherja sinn áður en hann hrækti upp í hann. Ekki falleg sjón.

Dómari leiksins sendi Costa í sturtu eftir að hafa ráðfært sig við myndbandsdómara. Costa gæti fengið langt bann.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner