Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Annað Íslendingaliðið fór áfram í bikarnum
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Sviss.
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í gær og var með fyrirliðabandið þegar Zürich fór áfram í svissneska bikarnum.

Zürich sem hefur titil að verja í svissnesku bikarkeppninni mætti Breitenrain sem er í C-deild.

Zürich var 3-0 yfir í hálfleik en Breitenrain gafst ekki upp og minnkaði muninn í 3-2 þegar lítið var eftir af leiknum. Zürich gerði hins vegar út um leikinn síðar í uppbótartímanum og vann 4-2.

Guðlaugur Victor og félagar því komnir áfram en hitt Íslendingaliðið í Sviss, Grasshopper fer ekki lengra.

Rúnar Már Sigurjónsson, sem kom sterkur inn í síðasta landsleik gegn Belgíu í Þjóðadeildinni, var ekki í leikmannahópi Grasshopper þegar liðið tapaði Stade Nyonnais, sem er einnig úr C-deild.

Rúnar hefur verið með fyrirliðabandið hjá Grasshopper á þessari leiktíð.

Þessir leikir voru í 32-liða úrslitum bikarsins í Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner