Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 16. september 2018 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Ingibjörg skoraði í sigri en Rakel skoraði í tapi
Norrköping vann topplið AIK í Íslendingaslag
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Guðmundur Þórarinsson. Hann spilaði sem vinstri vængbakvörður í sigri Norrköping.
Guðmundur Þórarinsson. Hann spilaði sem vinstri vængbakvörður í sigri Norrköping.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir leikir búnir í sænska boltanum í dag og voru Íslendingar í eldlínunni.

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrir Djurgården í mikilvægum sigri gegn Vaxjö í úrvalsdeild kvenna. Ingibjörg kom Djurgården yfir á 16. mínútu en Íslendingaliðið vann leikinn 2-0.

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina í markinu hjá Djurgården sem kemur sér upp í sjöunda sæti deildarinnar með þessum sigri.

Þess má geta að þetta er þriðja mark Ingibjargar í sænsku úrvalsdeildarinnar en hún er á sínu fyrsta tímabili í deildinni eftir að hafa komið frá Breiðablik.

Hin Íslendingaliðin sem voru að spila í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag áttu ekki eins góðu gengi að fagna og Djurgården.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård töpuðu 2-1 gegn Linköping. Rosengård fékk tvö rauð spjöld í leiknum og það hafði auðvitað mikil áhrif. Glódís Perla lék allan leikinn. Rosengård er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði Pitea.

Rakel Hönnudóttir skoraði mark Limhamn Bunkeflo 07 gegn Hammarby. Rakel kom LB 07 yfir en Hammarby kom til baka í síðari hálfleiknum og vann 3-1. Rakel og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn fyrir LB 07, sem er í fallsæti sjö stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Gummi Tóta spilaði í sigri á toppliðinu
Guðmundur Þórarinsson er eini Íslendingurinn sem er eftir hjá Norrköping. Jón Guðni Fjóluson og Arnór Sigurðsson eru farnir til Rússlands og Alfons Sampsted er að spila í B-deildinni með Landskrona þar sem hann er í láni.

Guðmundur, sem kom inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, spilaði allan leikinn í vinstri vængbakverði þegar Norrköping lagði AIK að velli í Íslendingaslag núna áðan. Norrköping vann 2-0 en Haukur Heiðar Hauksson var allan tímann á bekknum hjá AIK.

Norrköping er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, en AIK er á toppnum með 48 stig.

Fyrsta tap Viktors í Svíþjóð
Í sænsku B-deildinni spilaði Viktor Karl Einarsson 79 mínútur þegar Varnamo tapaði Degerfors, 1-2.

Viktor Karl er 21 árs gamall en þetta er fyrsta tap hans með Varnamo, síðan hann kom frá AZ Alkmaar. Varnamo er í 13. sæti sænsku B-deildarinnar með 22 stig eftir 23 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner