Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. september 2018 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kristján Flóki og félagar upp úr fallsæti
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Brommapojkarna
Sóknarmaðurinn Kristján Flóki Finnbogason lék allan leiktímann er Brommapojkarna kom sér úr fallsæti með sigri gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það gerði Gustav Sandberg-Magnusson fyrir Brommapojkarna.

Gífurlega mikilvægur sigur fyrir Brommapojkarna sem er eins og áður segir komið upp úr fallsæti. Liðið er með 19 stig, tveimur stigum meira en Sirius sem á þó leik til góða.

Kristján er í láni hjá Brommapojkarna frá Start í Noregi en hann á að hjálpa liðinu að forðast fall.

Djurgården 0 - 1 Brommapojkarna
0-1 G. Sandberg-Magnusson ('51)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner