Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 13:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Auðveldur sigur hjá Söru Björk
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins
Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði umferðinni á miðjunni þegar Wolfsburg vann auðveldan sigur á Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni á þessum fallega sunnudegi.

Wolfsburg leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark Pernille Harder eftir hálftíma leik. Harder er dönsk landsliðkona sem var á dögunum valin leikmaður ársins hjá UEFA.

Í seinni hálfleiknum bættu Ewa Pajor og Alexandra Popp við mörkum og lokatölur 3-0 fyrir Wolfsburg.

Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg en þetta var leikur í 1. umferð. Wolfsburg er ríkjandi deildarmeistari,

Wolfsburg mætir Þór/KA í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 26. september næstkomandi. Wolfsburg vann fyrri leikinn á Akureyrarvelli 1-0. Þór/KA á því enn möguleika en það verður mjög, mjög erfitt fyrir liðið að sigra Wolfsburg á útivelli. Wolfsburg fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner