Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 11:45
Magnús Már Einarsson
Fylliefni á gervigrasvelli bannað árið 2028? - Vont fyrir Ísland
Mynd: Getty Images
CHA, stofnun á vegum Evrópusambandsins, hefur haft til skoðunar frá árinu 2019 mögulegt bann við notkun núverandi fylliefna á gervigrasvöllum frá og með árinu 2028 vegna mögulegra umhverfisáhrifa.

Fréttablaðið fjallar um málið í morgun en ákvörðun á að liggja fyrir árið 2022.

Knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum hafa tekið höndum saman vegna málsins enda fjölmargir gervigrasvellir í löndunum. Á Íslandi eru 35 gervigrasvellir í fullri stærð og 163 minni gervigrasvellir.

„Þetta verkefni ECHA er ekkert sérstaklega tengt knattspyrnu, heldur um míkróplast almennt og þar koma þessi fylliefni til sögunar," sagði Ingi Sigurðsson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ, í samtali við Fréttablaðið í dag.

„Það er búið að reyna önnur fylliefni og því miður eru engin önnur sem uppfylla þau gæði sem þurfa að vera. Þess vegna erum við, knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum, að benda á hinn kostinn, sem er að gefa einhvern aðlögunartíma. Svíarnir hafa verið mjög duglegir í því að útbúa umhverfi vallanna sinna þannig að fylliefnin fari sem minnst út af vellinum."

Smelltu hér til að lesa fréttina í Fréttablaðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner