Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 21:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Verðskuldaður endurkomusigur hjá Aftureldingu
Lengjudeildin
Hafliði Sigurðarson.
Hafliði Sigurðarson.
Mynd: Raggi Óla
Þróttur R. 1 - 2 Afturelding
1-0 Oliver Heiðarsson ('66)
1-1 Elvar Ingi Vignisson ('79)
1-2 Hafliði Sigurðarson ('85)
Lestu um leikinn

Þróttur tók á móti Aftureldingu í leik þar sem liðið í 10. sæti mætti liðinu í 9. sæti Lengjudeildarinnar.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en í seinni hálfleik gerðust hlutirnir. Oliver Heiðarsson skoraði annan leikinn í röð eftir mikinn sprett. Þróttarar komnir yfir á 66. mínútu, gegn gangi leiksins. Gestirnir úr Mosfellsbæ jöfnuðu leikinn á 79. mínútu þegar Uxinn, Elvar Ingi Vignisson skoraði eftir sendingu frá Jasoni Daða Svanþórssyni.

Sigurmark leiksins kom svo á 85. mínútu: „AFTURELDING ER KOMIÐ YFIR!!!! Alejandro kemur með aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig vinstra meginn og boltinn kemur fyrir og Uxinn vinnur skallan og boltinn endar fyrir Hafliða sem klippir hann í netið!! Afturelding hér komnir verðskuldað yfir!!" skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Afturelding að vinna gífurlega mikilvægan sigur sem kemur liðinu upp í 8. sætið, sex stigum frá Þrótti og Leikni F. sem eru í 10. og 11. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner