Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 16. september 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli: 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður, þetta var barningsleikur," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir heimasigur gegn Ólafsvíkingum. Myndatökumaður hefur átt betri daga á vélinni en hljóðið ætti að vera í toppmálum.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Það var öflug sunnanátt á Þórsvellinum og Ólafsvíkingar byrjuðu með vindi í fyrri hálfleik. Var Moli sáttur með að staðan var markalaus í leikhléi?

„Já, þetta snerist svolítið um að þrauka fyrri hálfleikinn - það var handritið og herja svo á þá í seinni."

Ólsarar voru ósáttir með að mark Þórsara hafi fengið að standa. Boltinn var klárlega á hreyfingu þegar Ólafur Aron Pétursson lét vaða úr aukaspyrnu rétt inn á vallarhelming gestanna.

„Ég sá það ekki nógu vel, þeir vildu meina að boltinn var á ferð. Aftur komum við að því að það eru 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr."

„Við ætluðum að skjóta og skjóta og skjóta í seinni og það gekk. Mér fannst bæta í vindinn síðustu 20 mínúturnar. Það var allt farið að fjúka."


Moli var næst spurður út meiðslastöðu fjögurra leikmanna en þeir Emanuel Nikpalj, Orri Sigurjónsson, Sigurður Marínó Kristjánsson og Jakob Franz Pálsson léku ekki með Þór í dag. Að lokum var Moli spurður út framhaldið og svör hans má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner